Episodes

Friday Nov 03, 2023
Friday Nov 03, 2023
Brynja er fatahönnuður sem hefur m.a. unnið í verkerfnum eins og Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, The Tomorrow War og Katla.
Við fórum yfir árin í New York og heyrum bakvið tjöldin sögur þegar Brynja vann með Pamela Anderson og Taylor Swift.

Friday Oct 27, 2023
Friday Oct 27, 2023
Syndaselirnir tóku alþjóðlega degi kampavínsins alvarlega og opnuðu eina fína flösku.
Rætt var um draumakvöld með Sigmundi Davíð og Svandísi Svavars, barneignir og Danni kom með solid 7 sögu frá Valencia.

Friday Oct 20, 2023
Friday Oct 20, 2023
Frikki Dór er drengur góður og vel upp alinn. En við eigum það öll sameiginlegt að í okkur blundar lítill Syndaselur, meira að segja Frikka.
Hann kíkti á Syndaselina í Romm & Mix (furðugóð blanda) og ræddi ma. uppeldisárin, fyrsta djammið, fótboltadrauminn og nýja strákabandið IceGuys (lesist með hvísli), sem hann Frikki er í ásamt bróður sínum Jóni, Hr. Hnetusmjöri, Aroni Can og Rúrik Gíslasyni.
Frikki mætir 18:34

Friday Oct 13, 2023
Friday Oct 13, 2023
Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir kom í Syndaseli í Basil Gimlet.
Hvernig varð kvíðasjúk menntskólamamma að Edduverðlaunhafa, grínista og leikstjóra?
Birna Rún mætir 18:22

Friday Oct 06, 2023
Friday Oct 06, 2023
Ivan Svanur er margt til kokteil-listanna lagt. Hann hefur gefið út kokteilbókina ,,Heimabarinn", sem og hann rekur veitingaþjónustuna Reykjavik Cocktails og Kokteilaskólann.
Ivan mætti og blandaði Mojito handa Syndaselum, eins og hann á að vera gerður (það er þunn lína á milli Mojito sem er geggjaður og Mojito sem er ógeð), og ræddi m.a. ástina og barneignir.
Syndaselir fóru svo út í þemapartý, grinder og fleira

Friday Sep 29, 2023
Friday Sep 29, 2023
Leikarinn Starki Péturs mætti með Thule í dós og ræddi ferilinn, sveindóminn og að pissa í glas

Friday Sep 22, 2023
Friday Sep 22, 2023
Óli Hjörtur, næturlífsgoðsögn, uppljóstrar öllu um leynilega bari Íslands. Hvar er besta BDSM? Hvar er besta myrkrarherbergið?

Thursday Sep 21, 2023
Thursday Sep 21, 2023
Keli í Celebs kíkti á Danna að ræða Eurovision, Hitler og fyrrverandi tengdamóður sína.
Svenni var því miður með magakveisu heima.

Thursday Sep 21, 2023
Thursday Sep 21, 2023
Fannar Ingi (Hipsumhaps) mætti í kósý kvöldspjall ásamt Kidda, sem pródúseraði 3. plötu Hipsumhaps, Ást & praktík.Strákarnir hlustuðu á nokkur lög af nýju plötunni, sem hafa ekki fengið að heyrast neinstaðar hingað til, en platan er væntanleg 1. október á streymisveitur.Svo var það veitingastaðurinn Olifa sem reddaði strákunum fyrir horn með Aperol Spritz og pizzu.